Laugardaginn 13. desember 2008, frá kl. 11-15 verður hin árlega jólatréssala í Vindáshlíð í Kjós. Þá gefst fólki kostur á að koma í skóginn og fella sitt eigið jólatré, eða kaupa jólatré sem búið er að fella. Gott er að taka með sér góða sög fyrir þá sem það eiga, en einnig er hægt að fá slíkt að láni í Vindáshlíð.

Í matskála gefst fólki kostur á að gæða sér að kanelsnúðum og rjúkandi súkkulaðibolla.

Klukkan 13.30 verður jólastund í setustofu. Verð á súkkulaði og kanelsnúðum er kr. 700 fyrir alla 7 ára og eldri.

Verð á jólatrjám er eftirfarandi:

1m krónur 2.000,
1.5 m krónur 2.500,
2.0 m krónur 3.000,
2.5 m krónur 3.500 og svo framvegis.

Allur ágóði af sölunni rennur til áframhaldandi uppbyggingar í Vindáshlíð.