Hress hópur af stelpum kom í Vindáshlíð um hádegisbilið. Þær komu sér fyrir og kynntust bænakonunni sinni, herbergisfélögum og nánasta umhverfi. Eftir hádegi var farið í fjörlegan ratleik þar sem hvert herbergi átti t.d. að stilla sér upp fyrir myndavélina (sjá
myndir). Keppt var í húllakeppni og brennókeppnin fór af stað. Á kvöldvöku sýndu þrjú herbergi atriði (Eskihlíð, Skógarhlíð og Gljúfrahlíð) við mikla kátínu áhorfenda.
Í hádegismat fengu stelpurnar hrísgrjónagraut og smurt brauð, í kaffinu fengu þær kex, í kvöldmatnum fengu þær hakk og spaghettí og í kvöldkaffinu voru niðurskornir ávextir.
Á hugleiðingu fengu þær að heyra um ævi séra Friðriks Friðrikssonar og hvernig Guð mætti honum. Þess má geta að séra Friðrik orti textana við Enginn þarf að óttast síður, Hlíðin með grænum hjöllum og fleira.