Við vöknuðum fyrr í morgun enda ýmislegt að gera áður en haldið verður heim. Eftir morgunmat var fáninn dreginn að húni og hljómaði söngurinn um að vefa mjúka dýra dúka fallega í sólskininu. Síðan luku allir við að pakka sínum farangri og koma honum út á hlað. Því næst var haldið til kirkju þar sem síðasta stundin var haldin og verðlaun fyrir hegðun og umgengni voru veitt. Í lokin fóru allar stúlkurnar í nýjum rauðum Vindáshlíðarbolum út og tekin var hópmynd. Það voru svo glaðar en þreyttar stúlkur sem komu í bæinn rétt um kl. 12 og ekki voru foreldrarnir minna fegnir að fá stelpurnar sínar heim 🙂
Þetta var einstaklega góður hópur sem dvaldi þessa viku í Vindáshlíð og þökkum við fyrir að hafa haft þær hjá okkur. Síðustu myndir þessa flokks eru
hér.
Kveðja,
Auður Páls