Nú leggja stelpurnar af stað heim í dag eftir frábæra og viðburðaríka viku í Vindáshlíð.
Veisludagur var í gær, þá er dagskráin stútfull af ýmsum uppákomum. Fyrir hádegi læru stelpurnar um frið Jesú og hversu gott getur verið að hafa hann í hjartanu.
Í hádegismat var mexíkósúpa með osti og nachos. Eftir hádegi keppti vinningsherbergið í brennó við foringjana, síðan kepptu allar stelpurnar við foringjana.
Eftir kaffitímann var haldin hárgreiðluskeppni, þar sem nær allar stelpurnar tóku þátt og margar oftar ein einu sinni. Það komu rosalega margar flottar hárgreiðslur í keppninni og dómaranum fannst mjög erfitt að velja.
Þegar komið var að kvöldmat, voru foringjarnir búnir að skreyta salinn og gera hann hátíðlegan. Eldhúsið bauð uppá heimalagaðar pizzur og borðuð stelpurnar þær af bestu lyst. Eftir kvöldmat var komið að hinni frægu kvöldvöku foringja og er óhætt að segja að sumar stelpur grétu úr hlátri yfir hversu fyndar við erum.
Dagurinn endaði á meiri lúxus, þær fengu búðing í kvöldkaffi og fræddust um hvernig Jesú dó á krossinum fyrir okkur og hversu mikið Guð elskar okkur. Jóh. 3-16
Síðar í dag koma myndir frá gærdeginum.