Í gær var útsof og fyrir hádegismat var úrslitaleikurinn í brennó og að þessu sinnu urðu Skógarhlíð brennómeistarar. Í hádegismatinn var lasagna sem stelpurnar borðuðu með bestu lyst enda ekkert annað en meistarakokkar hér í Vindáshlíð. Veðrið var mjög gott hér í sveitinni í gær og því var ákveðið að fara í gögnuferð að Brúðarslæðu, þar gátu stelpurnar farið undir fossinn og kælt sig aðeins.
Í kaffitímanum komu karakaterar úr Twilight í heimsókn og léku fyrir stelpurnar atriði úr myndunum. Eftir kaffi var haldið Hlíðarhlaup fyrir þær sem vildu taka þátt. Svo fengum við nokkra gesti úr Vatnaskógi og héldu fyrir okkur kynningu á KSS sem eru kristileg skólasamtök fyrir krakka á aldrinum 15-20 ára.
Kvöldvaka var haldin í kirkjunni og hún var með pínu öðruvísi sniði þar sem hún var tileinkuð KSS. Þannig vildum við sýna stelpunum hvernig fundirnir fara fram og þær lærðu heilmikið af nýjum lögum. Í kirkjunni fórum við í nokkra leiki, síðan var haldin lofgjörðarstund og hugleiðind. Eftir kirkjuna fóru stelpurnar og klæddu sig betur vegna þess að nú var komið að brennu. Á brennunni fengu þær s´mores, sem eru sykurpúðar og milli tveggja súkkulaðikexa og hitað, algjört lostæti. Stelpurnar fengu líka ávexti í kvöldkaffini. Á brennunni hélt söngurinn og gleðin áfram þar til það var komin tími á háttartíma.
Stelpurnar fengu ekki að sofa lengi því um nóttina voru þær vaktar af foringjum og nú var komið að brennó. Skógarhlíð og foringjar kepptu um titilinn og forinjgar báru sigur úr býtum. Eftir mikla skemmtun í íþróttahúsinu var komið að alvöru háttartíma. Sumar voru orðnar svangar og fengu því mat og vatn til að geta sofnað.