Kvennaflokkur í Vindáshlíð verður haldinn helgina 28.-30. ágúst nk. Yfirskrift helgarinnar er Japan og kristni en ýmislegt tengt japanskri menningu mun einkenna dagskrárliðina.

Dagskrána má sjá hér að neðan:

Föstudagur 28. ágúst

19:00 Kvöldverður
20:00 Kvöldvaka með japönskum blæ
Hugleiðing
22:15 Kvöldkaffi
22:45 Arineldur og huggulegheit í setustofu

Laugardagur 29. ágúst

09:00-10:00 Morgunmatur
10:15 Morgunstund
Auður Pálsdóttir
12:00 Hádegismatur
13:00-18:00 Frjáls tími
Gönguferðir, brennó, hannyrðir, afslöppun og leti, origami-kennsla
15:30 Kaffi
18:30 Veislukvöldverður
20:00 Kvöldvaka að hætti Hlíðarmeyja
22:00 Kvöldkaffi
22:30 Kvöldstund í setustofu

Sunnudagur 30. ágúst

09:30-10:15 Morgunmatur
11:00 Messa í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð
Sr. Toshiki Toma
12:00 Hádegismatur
13:30 Frágangur herbergja

Stjórnun: Hlíðarstjórn

Rafræn skráning fer fram hér. Einnig er hægt að hafa samband við Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899 eða senda tölvupóst á skrifstofa(hjá)kfum.is. Verð er 13.900 kr. með gistingu, dagskrá og fullu fæði.

Allar konur, 18 ára og eldri, eru hjartanlega velkomnar!