Hæhæ

Í gær var veisludagur og það var nú meiri stemmingsdagurinn.

Eftir morgunmat fóru stelpurnar á biblíulestur þar sem við ræddum um vináttu og hvað sé sönn vinátta. Hvernig talað er um vináttu í biblíunni og hvernig sannir vinir séu. Eftir biblíulestur fór fram lokaleikurinn í brennókeppninni, og stóðu stelpurnar í Hamrahlíð uppi sem sigurvegarar. Í hádegismat fengu stelpurnar súpu og nýbakað brauð. Í útiveru dagsins var haldið svokallað Hlíðarhlaup sem endaði á því að við fórum í réttir sem eru hinumegin við þjóðveginn og þar fóru stelpurnar í skemmtilega leiki. Í kaffitímanum fengu stelpurnar sjónvarpsköku og hrökkbrauð.

Eftir kaffið byrjaði loks veisludagur að alvöru. Þá buðu stelpurnar uppá vinagang, sem gengur út á að undirbúa sig fyrir veislukvöld en einnig að bjóða öðrum herbergjum að koma í heimsókn og gera einhvað skemmtilegt, eins og t.d nudd, hárgreiðslu, naglalökkun, keppnir og margt fleira. Nuddið slær yfirleitt í gegn og þá sérstaklega hjá foringjunum þegar þær líkja í heimsókn í herbergin. Eftir vinagang fórum við saman út í kirkju og áttum þar yndislega stund saman. Forstöðukona talaði við stelpurnar um okkur kvenfólkið þar sem í gær 19.júní var haldið uppá það á Íslandi að 110 ár eru liðin síðan við konur fengum kostningarétt. Við töluðum um hversu miklar framfarir hafa orðið í málum kvenfólk en enn væri þó langt í land. Ræddum um konur í mikilvægum embættum á Íslandi, forseti, forsetisráðherra, ríkislögreglustjóra, biskup og fleiri flottar konur. Við vorum alveg sammála um það að konur eru konum bestar. Eftir nokkur lög þá var komið að því að vefa mjúka út úr kirkjunni og niður á fótboltavöll. Það er gömul og skemmtileg hefð sem við gerum alltaf á veislukvöldi. Síðan voru teknar hópmyndir af öllum herbergjum.

Í kvöldmatinn var boðið uppá pizzur og djús, og held ég að flestar hafi borðað sig svo saddar að þær þurfi ekki að borða meira næsta sólahringinn. Veittar voru viðurkenningar fyrir hina ýmsu leiki, íþróttir, brennó og fleira sem hafði gengið á í vikunni. Það herbergi sem hefur hugsað best um herbergið sitt í vikunni, verið duglegt að hjálpa til þegar þarf, ganga frá í matsal og aðstoða foringja við ýmis verkefni fá til dæmis bikar fyrir innanhúskeppni. Sumir taka þessu alltaf mjög alvarlega og halda herbergjunum alltaf 100% frá degi eitt og bjóða fram alla aðstoð.

Foringjar sáu svo um veislukvöldvöku sem vakti mikla lukku. Stelpurnar voru allar ótrúlega ánægðar með daginn.

Við vöknuðum svo í morgun og héldum kveðjustund í kirkjunni. Eftir hana fór fram foringjaleikurinn, en þar keppa sigurvegarar brennókeppninnar við foringjana. Í þetta skipti stóðu foringjar uppi sem sigurvegarar. Eftir þann leik spiluðu allar stelpurnar í flokknum á móti foringjum og herberginu sem var í öðru sæti, sem var Eskihlíð. Brennó er skemmtileg hefð sem við erum með hér í Vindáshlíð og flestar hafa mjög gaman af.

 

Rútan leggur af stað kl. 14:00 frá Vindáshlíð og við ættum að vera komnar á Holtaveginn milli 14:45-15:00. Flestir eru spenntir að komast heim til mömmu&pabba en margar hefðu þó viljað vera hér í 1-2 daga í viðbót.

Sjáumst á eftir !

kveðja

Marín Hrund forstöðukona