Heil og sæl, í gær komu 64 mjög hressar stelpur til okkar upp í Hlíð. Mikið fjör og gleði hefur leikið við völd og mikið um húllumhæ. Þegar þær mættu fóru þær beint í íþróttahúsið þar sem Thelma umsjónarforingi skipti þeim upp í herbergi og fórum einnig í nokkra leiki. Áður enn við fórum aftur inn í hús þá fóru foringjarnir með hluta af hópnum í göngutúr um svæðið til að kynna þeim staðarhætti. Næst var komið að því að koma sér fyrir og svo beint í kaffitíma. Í kaffinu fengu þær heilsubótarkökur  og fóru svo beint í frjálsan tíma. Í frjálsum tíma var boðið upp á brennó, íþróttakeppnir, föndur og svo auðvitað vinabönd. Þá var komið að kvöldmat, í matinn hjá okkur var tortillur og var mjög vel borðað af þeim. Í kvöldvöku var svo ratleikurinn Amazing Race og skemmtu þær sér konunglega í dásamlegu veðri og komu kátar og glaðar inn í kvöldkaffið. Í hugleiðingu var svo hún Alice foringi að segja þeim sögu enn svo heyrðu þær allt í einu tónlist og þá brutust foringjarnir inn allir í náttfötum og málaðir í framan. Þá var byrjað náttfatapartý. Mikið fjör og skemmtun tók við og dansað var á borðum, mikið sungið og svo fengu þær ís sem að geimvera hafði búið til. Við enduðum daginn á því að bænakonur eyddu dýrðarstund með sínum stelpum áður enn að þær sofnuðu.

Kærleikskveðja

Andrea Anna Forstöðukona