Í fjölskylduflokkum í sumarbúðunum er mikil áhersla lögð á notalegt andrúmsloft. Þar gefst fjölskyldunni í heild eða að hluta tækifæri til að eiga góðan tíma saman í fallegu og afslöppuðu umhverfi. Stærstu vandamál helgarinnar gætu orðið að velja hvað á að gera næst í frjálsa tímanum.
Dagskráin er í senn skemmtileg og uppbyggileg. Fræðslustundir eru fyrir foreldra og börn. Sumarbúðakvöldvökur eru sígildar með kraftmiklum söng, mögnuðum skemmtiatriðum og andlegu veganesti.
Boðið er upp á flokka fyrir alla fjölskylduna. Einnig eru í boði flokkar fyrir feðga- eða feðgin, fyrir mæðgur og mæðgin, og mæðgur eða mæðgin.
Útbúnaður
Rétt er að hafa búnað til útiveru s.s. stígvél eða gönguskó, regngalla, hlý útiföt, föt til skiptanna, húfu, stuttbuxur, sundföt (þegar við á) og íþróttaskó til notkunar í íþróttahúsi og annað sem þið teljið nauðsynlegt. Einnig þarf að vera með sæng eða svefnpoka og kodda.
Skráning í fjölskylduflokka er í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK, Holtavegi 28, s.588 8899 (alla virka daga kl. 9 – 17).