Í dag var vaknað klukkan 9:00 með morgunmat, fánahyllingu og Biblíulestri. Eftir hádegismat var farið i göngu á Írafell. Þær komu glorhungraðar í kaffi eftir skemmtilegan göngutúr. Um kvöldið ákváðum við aðeins að breyta til og koma þeim skemmtilega á óvart. En byrjuðum við að hafa messu í Hallgrímskirkju hérna í Vindashlíð. Þar sem stelpurnar tóku þátt í dagskrá með leikriti, kveiktu á kertum og hringdu bjöllum. Þegar þær komu svo í kvöldkaffi beið þeim Kaffihús Vindáshlíðar. Var búið að gera huggulegt í matsalnum, skreyta borð og tónlist spiluð. Þar biðu foringjarnir klæddir sem þjónar og báru fram ljúffenga eplaköku með vanilluís. Áttu þær notalega stund og var svo frjálst í skotbolta í íþróttahúsinu fyrir svefninn. Lögðust þreyttar Hlíðarmeyjar til svefns það kvöldið.