Fundaraðstaða og veislur í Vindáshlíð í Kjós

Í Vindáshlíð er kjörið að halda fundi eða veislur fjarri skarkala borgarinnar. Fundaraðstaða er fyrir 10-80 manns. Á neðri hæð er 100 fm salur með upphækkuðu sviði.

Á aðalhæð er 70 fm matsalur sem tekur áttatíu manns í sæti. Úr matsal er innangengt í 30 fm hlýlega setustofu.

Ferðalag í Vindáshlíð að vetri til

Vindáshlíð í Kjós býður upp á skemmtilega aðstöðu fyrir börn í leik og starfi. Tilvalið er fyrir barnakóra, skóla, íþróttafélög og hvers konar æskulýðsfélög að nýta aðstöðu Vindáshlíðar þegar haldið skal út fyrir bæinn.

Í Vindáshlíð eru ellefu svefnherbergi með svefnpokaplássi í góðum kojum. Á neðri hæð eldra hússins eru þrjú sex manna herbergi. Í nýrri hluta hússins eru átta átta manna herbergi.

Á aðalhæð eldra hluta hússins er auk þess 70 fm matsalur sem tekur áttatíu manns í sæti. Eldhúsið er búið allra nýjustu tækjum.

Í Vindáshlíð er lítil kirkja. Hún tekur 60 manns í sæti. Vinsamlega látið skrifstofu vita ef óskað er eftir aðgangi að henni.

Íþróttahúsið er ekki í notkun yfir vetrartímann.

ATHUGIÐ!!!

Öll neysla áfengra drykkja og annarra vímugjafa er stranglega bönnuð. Reykingar og notkun rafrettna eru ekki leyfðar.

Gert er ráð fyrir góðri umgengni þeirra sem dvelja á staðnum. Gestir eru beðnir um að ganga frá á staðnum eins og þeir vildu koma að honum.

Upplýsingar um vetrarleigu veitir Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588 8899 kl. 09-17 alla virka daga, netfang skrifstofa@kfum.is.

Verðskrá veturinn 2020-2021

Vindáshlíð, allt húsið

1 nótt: kr. 210.000

2 nætur: kr. 295.000

Hver viðbótarnótt:  85.000

Hver dagur án gistingar: kr. 85.000

 

Vindáshlíð, 30 manns eða færri í eldri hluta hússins.

1 nótt:  kr. 165.000

2 nætur kr. 210.000

Hver viðbótarnótt: kr. 53.000

Staðinn er einungis hægt að bóka með því að greiða staðfestingargjald kr. 30.000 við pöntun eða eigi síðar en 7 dögum eftir pöntun. Bæði er hægt að borga með millifærslu eða kreditkorti hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK. Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt.

Leigutaki skal hafa gengið frá í samræmi við brottfararskýrslu fyrir kl. 16:00 á brottfarardegi.