Á hverju ári höldum við þrjá mægðnaflokka í Vindáshlíð, tvo á haustin og einn í aðdraganda jólanna. Markmið flokkanna er að mægður eigi skemmtilega stund saman í yndislega umhverfinu okkar og með skemmtilegri dagskrá.
Mæðgnaflokkar Vindáshlíðar verða eftirfarandi helgar í haust/vetur 2023:
- Mæðgnaflokkur I: 18. til 20. ágúst.
- Mæðgnaflokkur II: 25. til 27. ágúst.
- Jólamægðnaflokkur: 1. til 3. desember.
Mæting
Við biðjum alla þátttakendur að mæta á milli klukkan 17:00 og 18:00 á föstudeginum. Þá gefst öllum tími til að velja sér herbergi og koma sér fyrir áður en eiginleg dagskrá hefst með kvöldverði klukkan 18:30. Vinsamlegast athugið að ekki er boðið uppá rútuferðir í flokkinn svo allar mæðgur þurfa að koma sér til og frá Vindáshlíð á eigin vegum.
Farangur
Við mælum með að komið sé með útivistarfatnað eftir veðri, til að hægt sé að njóta náttúrunnar í kringum Vindáshlíð til hins ítrasta. Þar að auki skal taka með: sæng eða svefnpoka, lak, kodda, snyrtivörur, íþróttaföt, föt til skiptanna og fínni föt fyrir veislukvöld. Einnig getur verið gott að taka með inniskó til að nota inni í skálanum.
Dagskrá mæðgnaflokka I og II 2023
Föstudagur:
17:00 – Mæting og komið sér fyrir.
18:30 – Kvöldverður.
19:30 – Kvöldvaka.
20:30 – Hugleiðing.
21:00 – Kvöldkaffi (háttatími fyrir þreyttar stúlkur).
21:30 – Frjáls tími.
- Slökun og spjall í setustofunni.
- Leikir í íþróttahúsi
- Spil.
Laugardagur:
9:00 – Vakning
9:30 – Morgunverður og fánahylling.
10:15 – Samverustund.
12:00 – Hádegisverður
12:30 – Frjáls tími.
- Föndur og spil
- Gönguferð
- Frjáls leikur
- Leikir í íþróttahúsi
- Frisbígolf
- Vinabönd og prjón í setustofu
14:30 – Kökuskreytingarkeppni.
15:30 – Kaffitími.
16:00 – Brennó í íþróttahúsi.
17:00 – Vinagangur.
18:30 – Veislustund í Hallgrímskirkju.
19:00 – Veislukvöldverður.
20:00 – Veislukvöldvaka.
21:30 – Kvöldkaffi (háttatími fyrir þreyttar stúlkur).
22:00 – Frjáls tími.
- Slökum og spjall í setustofu.
- Leikir í íþróttahúsi.
- Spil.
- Bíómynd.
Sunnudagur:
9:00 – Vakning
9:30 – Morgunverður og fánahylling.
10:15 – Mæðgnaföndur.
12:00 – Hádegisverður.
13:30 – Heimferð.
Skráning
Skráning í alla flokka Vindáshlíðar fer fram á sumarfjor.is. Hlökkum til að sjá ykkur í Hlíðinni fríðu!