Í gær kom hingað í Vindáshlíð flottur hópur af 85 stelpum. Kátar og hressar fóru þær í ratleik um svæðið, en urðu reyndar dálítið blautar:) Brennókeppnin byrjaði seinni partinn milli herbergja. Um kvöldið var svo skemmtileg kvöldvaka með leikritum frá völdum herbergjum og svo kvöldkaffi og hugleiðing. Fengu þær svo að fara og bursta tennurnar út í læk.

Í morgun var vaknað kl. 9 með morgunmat og fánahyllingu. Eftir það var Biblíulestur og ilmandi hrísgrjónagrauturinn með meiru olli mikilli lukku í hádeginu. Svo var farið í göngutúr í réttirnar. Þar var farið í skemmtilega leiki og komu þær til baka beint í kaffitímann. Brennó, íþróttakeppni, undirbúningur kvöldvöku er í fullum gangi og er mikið líf og fjör hjá okkur hér í Vindáshlíð:)

Gerður Rós aðstoðarforstöðukona.

Myndir