Náttfatapartý Vindáshlíðar var haldið í gærkvöldi sem vakti alveg gífurlega lukku. Og allar stúlkurnar sváfu mjög vært þessa aðra nótt í hlíðinni. Þeir meiri segja fengu að “sofa út “ í morgun og var það góð hvíld eftir spenning fyrsta dagsins 🙂
Í dag, föstudag höfðum við kirkjudag, þar fengu þær að velja sér hóp til að undirbúa fyrir Vindáshlíðar Guðþjónustu, m.a. skreytingarhópur, leikhópur, sönghópur, bæna- og kirkjuklukkuhópur. Skemmtu þær sér allar mjög vel og áttum við góða stund saman.
Brennókeppnin er í fullu gangi, ásamt íþróttakeppni og t.d. hvaða herbergi er snyrtilegast alla dagana í Vindáshlíð.
Á morgun er svo komið að veisludegi þar sem ýmislegt er brallað, veislukvöldmatur og skemmtilegheit.
Þó nokkuð af myndum er komið inn á síðuna, endilega skoðið þær hér.
Með kærri kveðju
Signý Gyða Pétursdóttir
Forstöðukona 1. flokk Vindáshlíðar 2015