Hingað komu 85 einstaklega stilltar og prúðar stelpur. Þær byrjuðu á því að fá herbergi og skoða sig um svæðið. Eftir hádegi var svo farið í göngutúr að Brúðarslæðu og buslað þar í læknum. Eftir kaffið tók svo brennókeppnin við ásamt íþróttakeppni. Kvöldvakan var með óvenjulegum hætti eins og gerist og gengur í Ævintýraflokki og var farið í íþróttahúsið í ýmsa skemmtielga leiki. Í lok dagsins var farið í bænakonuleit, þar sem hún fylgdi þeim síðan inn í herbergi og endaði daginn með þeim. Þær sofnuðu fljótt og vel eftir viðburðarríkan dag.
Gerður Rós, forstöðukona.
Myndir hér.