Í dag er veisludagur í Vindáshlíð. Úrslitaleikir í Brennó og íþróttakeppnum voru haldnir og farið svo í Amazing Race eftir hádegi. Þar fóru þær á milli stöðva og áttu m.a. að finna litaða kókosmjölið í skálinni, hlaupa niður að hliði, hjólbörukeppni, foringjagátur og finna döðluna í skóginum. Eftir kaffi var hárgreiðslukeppni og klukkan sex voru allar komnar í fínu fötin sín og farið upp að fána. Síðan voru teknar herbergismyndir með bænakonu. Veislumatur borinn fram og sáu svo foringjar um kvöldvökuna. Var þar m.a. Hlíðarsjónvarpið og Vindáshlíðarútgáfan af Eurovision sigurlaginu í ár. Mikið fjör og mikið gaman. Var svo ís og hugleiðing í lokin. Þær fengu að bursta út í læk, sem hefur verið mjög vinsælt þessa vikuna, eins og alltaf.
Brottför er á morgun og mun rútan fara héðanum um kl.15. Þær fá útsof í fyrramálið og verður hugleiðing, hádegismatur og svo keppa brennómeistarar við foringja í æsispennandi leik. Síðan mun vera kaffi og bænakonur kveðja herbergin sín og gefa þeim smá kveðjugjöf. Þetta er búið að vera frábær flokkur í alla staði og einstaklega flottar og yndislegar stelpur.
Bestu kveðjur héðan úr Vindáshlíð,
Gerður Rós, forstöðukona:)