Mikið er gaman að segja fréttir frá Vindáshlíð. Það er svo mikið líf og fjör hjá okkur. Stelpurnar voru frábærar í ,,Vindáshlíð got talent“ í gærkvöld og ekki voru foringjarnir síðri. Fullt að hæfileikum hér á ferð og örugglega munu einhverjar eiga framtíð fyrir sér á leiksviði. Mikill söngur, leikþættir, dansatriði og brandarar.

Hugleiðing gærkvöldsins var um það að Guð fer ekki í manngreinarálit. Hann elskar okkur allar og okkur ber að elska alla og bera virðingu hvert fyrir öðru.

Morguninn fór vel af stað, stelpurnar vöknuðu úthvíldar og hressar. Eftir fánahyllingu var Biblíulestur. Ekkert er of smátt eða of stórt fyrir Guð, hann er alltaf til staðar fyrir okkur.

Þá var brunað niður í íþróttahús, brennókeppnin er í fullum gangi og verður spennandi að fá að vita hvaða herbergi ber sigur úr bítum.

Í dag er Veisludagur og mikil tilhlökkun fyrir því sem framundan er.

Guð gefi gleðiríkan dag.
Kær kveðja, Jóhanna Sólrún Norðfjörð