Nú er komið að lokadegi Ævintýraflokks. Veisludagurinn tókst frábærleg vel í gær með alls konar uppákomum. Þær fóru í Hunger Games ratleik þar sem þær fóru milli stöðva og hittu mismunandi persónur úr Hunger Games sögunni. Þær þurftu að gera mismunandi hluti til að komast á næstu stöð. Friðargæsluverðir hindruðu stelpurnar og fóru með þær í fangelsi þar sem þær voru síðar frelsaðar. Þær unnu sem komust fyrstar á síðustu stöðina.
Í kaffitímanum var gómsæt súkkulaðikaka á borðum og eftir það farið í hárgreiðslukeppni og margt annað skemmtilegt í boði.
Seinnipartinn var ,,Vefa Mjúka“ á sínum stað, þar sem sungið var og dagnsað frá fána og inn í hús.
Veislukvöldverður var klár á sínum tíma og voru bæði stúlkurnar og allir foringjarnir í sínu fínasta pússi. Þá sátu bænakonurnar við borðin með stúlkunum og var salurinn skreyttur fallega. Við fengum pizzur að borða og voru veittar viðurkennignar og verðlaun fyrir íþróttakeppni, brennó, hárgreiðslukeppni, leiki og aðrar keppnir.
Þá var komið að ,,Stóru kvöldvökunni“ og stóðu foringjarnir sig frábærlega vel með fullt af leikritum, söng og dansi. Eftir það var hugleiðing um bænina. Guð er alltaf til staðar. Stelpurnar fengu að bursta tennur í læknum og flótlega komst ró á þær allar og sofnuðu þær sælar eftir góða stund með bænakonunum.
Í morgun var mikil spenna í loftinu. Stelpurnar bæði hlakka til að fara heim og finnst líka erfitt að segja bless við vinkonurnar sem þær hafa eignast. Mikið hefur þetta verið frábær vika.
Í morgun var Biblíulestur eftir fánahyllingu og lásum við saman í Nýja Testamenntinu um fyrirgefnigu Guðs og náð hans og miskun. Jesús kom til að frelsa alla menn. Þær eru svo yndislegar og góðar þessar stelpur og ætla að taka það með sér heim að koma alltaf fram við aðra eins og þær vilja að komið verið fram við þær.
Nú eru allar búnar að pakka niður í töskur, í hádeginu fáum við pylsur að borða og þá drífum við okkur í göngu að Pokafossi. Að lokum verður kveðjustund í kirkjunni með söng og gleði.
Héðan frá Vindáshlíð fara sáttar og glaðar stelpur með hjartað fullt af þakklæti.
Við þökkum Guði fyrir frábæran tíma og biðjum um góða heimferð.
Kær kveðja, Jóhanna Sólrún Norðfjörð