Það er líf og fjör hjá 2.flokki. Eftir hádegi á miðvikudeginum var farið í leik sem ber heitið Lífsgangan. Stúlkurnar voru með klút fyrir augunum og áttu að fikra sig eftir reipi sem lá í gegnum skóginn, og ekki sleppa þrátt fyrir fortölur á leiðinni frá ýmsum persónum. Leiðinni lauk svo í kirkjunni.

Í kvöldmat var snæddur plokkfiskur og rúgbrauð.

Kvöldið var með hefðbundnu sniði; kvöldvaka þar sem að þessu sinni var hæfileikakeppnin: Vindáshlíð got talet, þar sem sumar sungu og aðrar dönsuðu. Svo var hugleiðing og bæn, og háttatími.

Í morgunmat á fimmtudeginum var Coco Puffs sem allar vildu ólmar fá, en það er hefð fyrir því að stúlkurnar fái slíkt hnossgæti eftir þriðju nóttina, og við þann áfanga hljóta þær nafnbótina ,,Hlíðarmey“.

Fyrir hádegi var svo Biblíufræðsla; Sagan um Miskunnsama Samverjann.  Svo var Brennó-æfingum áframhaldið, en herbergin keppa sín á milli. Í hádegismat var svo Píta.