Hingað í Vindáshlíð komu í gær 79 kátar stúlkur í blíðskaparveðri. Byrjað var á því að raða í herbergi og svo var farið í ratleik úti í sólinni. Seinnipartinn var svo Brennókeppni herbergja. Um kvöldið var Kvöldvaka þar sem herbergin skiptast á að leggja sitt af mörkum. Loks var svo hugvekja í setustofunni. Farið var í háttinn um 11 eftir að bænakonur höfðu spjallað við sitt herbergi. Gekk það vel, nokkrar stúlkur þurftu smá huggun vegna heimþrár einsog gengur, en í dag er það á bak og burt.

í dag, þriðjudag, rignir mikið og verðum við því mest innandyra.

Kveðja Sylvía, forstöðukona.

 

Hádegismatur: skyr og ofnbakað brauð með skinku og osti.

Síðdegishressing:  heimabakað bakkelsi.

Kvöldmatur: plokkfiskur og salat.

Kvöldhressing: ávextir.