Veðrið hefur verið frekar hráslagaralegt í gær og í dag. En í gær héldum við okkur að mestu inni, í brennókeppnum í íþróttahúsinu. Kvöldmatur var hamborgari og franskar. Kvöldvakan var að venju og skemmtum við okkur vel. Farið var í háttinn um 10.30.
Í dag, miðvikudag, var vakning kl.9, og að morgunmat loknum farið í Biblíulestur. Þar voru sagðar sögurnar af Abraham, Davíð, og konunni sem átti að grýta. Eftir hádegismat, sem var hakk og spagettí, fórum við í göngutúr í rigningunni niður að hliði, og svo var farið í útileiki þegar heim var komið. Í kaffinu voru svo heimabakaðar brauðbollur og kaka.