Í dag virðist veðrið vera að batna og ætlunin að fara í göngu að Brúðarslæðu sem er á hér fyrir ofan staðinn.

Í gærkvöldi var Kvöldvaka, herbergin sýndu leikþætti og það var mikið sungið. Eftir hugvekju var komið að háttatíma og þá brugðu starfsmenn á leik og komu stelpunum á óvart með Náttfatapartýi, eða svokölluðu ,,Serkio“. Þá er dansað og starfsmenn sýna svo leikrit sem endar með íspinnaáti. Var mikið glens og gaman.

Í morgun var boðið uppá Coco Puffs, enda stúlkurnar lokið þremur nóttum hér, og geta þá kallast Hlíðarmeyjar.