Senn líður að lokum þessa flokks en á morgun er heimferðardagur. Það þýðir að í kvöld verður veislukvöldverður þar sem stúlkurnar klæða sig upp og fá pizzu, og veitt verða verðlaun fyrir hinar ýmsu keppnir sem hafa verið í gangi í vikunni.
Farið var í göngu upp að Brúðarslæðu í gær í ágætu veðri. og þegar heim var komið gæddum við okkur á dýrindis mintuköku með súkkulaðikremi. Svo va haldið áfram í hinni spennandi Brennókeppni og einnig var frjáls tími. Í frjálsum tíma er t.d. hægt að dunda sér í setustofunni við að búa til vinabönd eða flétta hvor aðra, etc..