Hingað í Vindáshlíð kom í gær góður hópur stúlkna. Eftir hádegismat var farið í ratleik í rigningunni og gekk það vel. Um kvöldið var svo uppákoma sem nefnist Ævintýrahús, en þá eru stúlkurnar leiddar um með bundið fyrir augun og fá að snerta á, og hlýða á ýmsa spooky hluti.
Í morgunmat tók svo við þeim matsalurinn skreyttur í anda Harry Potter og í dag verður svo farið í Harry Potter leikinn. Brennókeppnin er komin af stað og er þá keppt á milli herbergja.
Í Biblíulestri dagsins var fræðst um stofnanda KFUM á Íslandi, sr.Friðrik Friðriksson, og Biblíuna sem leiðarvísi í lífinu.