Í dag skín sólin loks hér í hlíðinni og er það fagnaðarefni. En í dag voru stúlkurnar vaktar upp með jólalögum og gjöf í skóinn! Enda Jólaþema-dagur í dag. Matsalurinn var með jólaskeytingum og jólalög spiluð.

Þar sem það var Náttfatapartý í gærkvöldi(en stelpunum var komið á óvart þegar þær héldu að nú ætti að verða náttró.) Þá var blásið til danspartýs í matsalnum á náttfötunum. vekur það alltaf mikla lukku. Svo var sýnt leikrit, frumsamið af listfengnu starfsfólki hlíðarinnar. Loks fengu allir íspinna og hlýddu á sögu fyrir svefninn.