Í gær fimmtudag var, eftir hefðbundna dagskrá fyrir hádegi, farið í Hermannaleikinn eftir hádegi. Það er nokkurskonar eltingar- og þrautaleikur sem farið er í úti.  Í kaffinu var svo nýbökuð súkkulaðikaka og mjólk.  Eftir kaffi héldu svo íþróttakeppnir áfram. Eftir kvöldmat var svo jólaskemmtun og jólaball, enda þema dagsins jólin. Svo um kl.23 var komin sæmileg ró á og flestar sofnaðar eftir viðburðaríkan dag.

Á morgun er svo heimfarardagur og áætlað að rútan fari héðan kl.15.