Stelpurnar vökuðu í gær allar hressar og fóru í morgunmat. Eftir morgunmat drifu þær sig svo í fánahylling og héldu svo til baka á morgunstund.  Á morgunstundinni heyrðu þær sögu um þakkarkörfuna og fylltu svo sjálfar körfu að þakkarbænum. Veðrið er búið að leika við okkur hér og var því farið í gönguferð að Pokafossi þar sem stelpurnar heyrðu sögu um fossin, fóru í leiki og fengu kexköku. Eftir hádegismatinn var svo boðið upp á að gera kókoskúlur, sem voru síðan borðaðar í kaffitímanum, búa til lyklakippur, taka þátt í furðulegum íþróttakeppnum eins og broskeppni og margt  fleira skemmtilegt. Eftir kaffitímann var síðan haldið í íþróttahúsið þar sem farið var í allskonar dansleiki, svo sem ásadans, stoppdans og setudans. Svo var undibúningur fyrir hæfileikasýningu, sem haldin var um kvöldið. Mörg flott atriði voru sýnd í hæfileikasýningunni og skemmtu stelpurnar og starfsfólkið sér vel við að horfa á öll atriðin. Að lokinni hæfileikasýningu var hlustað á hugleiðingu um Davíð og Golíat. Í kvöldkaffinu fengu stelpurnar svo óvæntar en skemmtilegar fréttir að nátfatapartý yrði haldið eftir að þær væru búnar með kvöldkaffið. Dansað var upp á borðum og sýndu foringjar nokkur atriði sem stelpurnar tóku vel undir. Þegar foringja atriðin voru búin var horft á myndina “Over the hedge” með íslensku tali og boðið upp á popp og vatn. Stelpurnar sofnuðu svo fljótlega eftir að bænakonurnar voru búnar að enda daginn með þeim.