Í dag er brottfaradagur og vöknuðu stelpurnar allar snemma og spenntar. Þær fengu cocopuffs í morgunmat þar sem núna hafa þær sofið í 3 nætur í Vindáhlíð og eru því orðnar Hlíðarmeyjar. Eftir morgunmat var farið í fánahyllingu og svo pökkuðu stelpurnar niður með aðstoð starfsfólks. Morgunstund var haldin í Hallgrímskirkju í Kjós, sem er kirkjan í Vindáshlíð, og hlustuðu stelpurnar á nokkrar sögur úr bókinni Við Guð erum vinir, sungu nokkur lög, hlustuðu á sögu kirkjunnar og fengu að heyra kirkjuklukkurnar hljóma. Eftir morgunstundina er svo frjáls tími og verður svo boðið upp á pylsur í hádegismat. Eftir það munu starfsfólk kveðja stelpurnar og afhenta þeim söngbók með kveðju frá bænakonum. Áætlað er að rútan leggi af stað úr Vindáshlíð kl. 13 í dag og erum við þá að koma í bæinn um kl. 14. Stelpurnar eru ánægðar með dvölina og hefur verið gaman að kynnast þeim og hafa þær með okkur.

Hægt er að skoða myndir úr flokknum á þessari slóð: https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/sets/72157696492603062/

Bestu kveðjur,

Guðlaug María og Ólöf Birna, forstöðukonur