Dagur tvö hófst með ljúfengum morgunverði. Eftir það fóru þær á morgunstund þar sem þær heyrðu sögu um týnda soninn og sungu hressa söngva. Eftir það voru gerðar kókoskúlur og farið í brennó í íþróttahúsinu. Í hádegismatnum fengu þær dýrindis lambalæri og með því. Eftir hádegismatinn fóru stelpurnar í réttir þar sem þær fóru í alls kyns leiki og fengu að leika kindur sem þeim þótti mjög gaman. Í kaffitímanum fengu þær gómsætar kökur og kókoskúlurnar sem þær höfðu gert fyrr um daginn. Boðið var upp á gifsgrímugerð og að gera gifs hendur og fannst þeim það mjög skemmtilegt. Einnig var undirbúin hæfileikakeppni sem var svo eftir kvöldmatinn, þar sem stelpurnar fóru á kostum og léku listir sínar. Foringi var svo með hugleiðingu fyrir stelpurnar og voru sungin róleg lög. Þegar stelpurnar héldu að dagskrá dagsins væri lokið var þeim komið á óvart með þeim fregnum að það væri náttfatapartý að hætti Vindáshlíðar að byrja. Stelpurnar fengu að dansa upp á borði og voru foringjar með atriði. Kvöldið endaði svo með bíómyndinni Boss Baby þar sem stelpurnar fengu ís og ávexti og fannst þeim það mjög gaman. Allar fóru mjög sáttar og þreyttar að sofa eftir góðan og viðburðarríkan dag. 

Guðlaug María og Ólöf Birna
Forstöðukonur:)