Dagurinn byrjaði með því að stelpurnar fengu að sofa hálftíma lengur, þreyttar eftir náttfatapartý og annasaman dag. Í hádeginu var boðið upp á hamborgara, skreytta með íslenska fánanum. Klukkan tvö var öllum safnað saman og fóru þær í skrúðgöngu upp í kirkju, þar sem fjallkonan talaði til þeirra og sungin nokkur lög. Eftir það var farið á ýmsar skemmtilegar stöðvar. Má þar nefna andlitsmálningu, nælugerð, pokahlaup, húllahringi og síðast en ekki síst, að kasta bláu Vindáshlíðarskyri í tvo foringja:) Það vakti mikla gleði og fengu þær svo smá nammipoka í lokin. Brennó og íþróttakeppnin var á sínum stað og eftir kvöldmatinn var farið í íþróttahúsið. Þar var haldin tískusýning og fengu þær svarta ruslapoka og kósettpappír í hönnunina. Þetta var ótrúlega skemmtilegt og vantar þeim ekki hugmyndaflugið. Miklar listakonur hér á ferð. Eftir það var svo kvöldkaffi með hugleiðingu og enduðu þær svo daginn eins og alltaf með bænakonunni sinni.