Helgina 18.-20. september verður Mæðgnaflokkur haldinn í Vindáshlíð, fyrir allar mæðgur, 6 ára og eldri. Þetta er kjörið tækifæri fyrir mæðgur á ýmsum aldri til að verja saman tíma í góðum hópi á yndislegum stað. Verð fyrir flokkinn er 8.900 kr. en innifalið í því er gisting, allur matur og dagskrá. Athugið að ekki er boðið upp á rútu. Umsjón með flokknum hefur Anna Arnardóttir. Með henni verður fríður hópur öflugra og skemmtilegra starfsmanna sem sjá um að halda uppi skemmtilegri dagskrá alla helgina.
Skráning er í fullum gangi og enn eru nokkur pláss laus. Skráning fer fram á síðunni sumarfjor.is eða með því að hringja á þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í s. 588-8899 eða senda tölvupóst á netfangið skraning(hjá)kfum.is.
Dagskrá helgarinnar er eftirfarandi:
Föstudagur 18. september
18:30 Mæting og skráning í herbergi
19:00 Kvöldmatur
20:00 Kvöldvaka
20:30 Spilastund í boði Spilavina
21:40 Hugleiðing
22:00 Kvöldkaffi (háttatími fyrir yngri stelpurnar)
Áframhaldandi spilastund, kaffi og kósý
partý fyrir unglinga í íþróttahúsinu
Laugardagur 19. september
9:30 Morgunmatur
10:00 Samverustund
12:00 Hádegismatur
13:00 Ratleikur
14:00 Brennó
14:30 Frjáls tími, margt í boði:
● Spil
● Frjálsar gönguferðir um svæðið (skylda að hafa einhvern fullorðinn með í för ef farið er langt)
● Frjáls leikur úti eða inni
● Blundartími
● Handavinna að heiman
● Vinabönd
● …eða hvað annað spennandi sem fólki dettur í hug
15:30 Kaffi
16:00 Undirbúningur fyrir kvöldvöku og veislukvöld, áframhaldandi spil og afslöppun
19:00 Veislukvöldverður
20:30 Kvöldvaka
21:30 Kvöldkaffi
22:00 Hugleiðing
Háttatími fyrir yngstu stelpurnar, spil, kaffi, kósý og bíómynd fyrir þær sem eldri eru.
Sunnudagur 20. september
9:30 Morgunmatur
11:00 Minningagerð
12:00 Hádegismatur
13:30 Helgistund í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð
Heimferð