Í morgun komu 62 hressar og kátar stelpur á aldrinum 11 til 13 ára í sumarbúðir í Vindáshlíð. Einnig voru nokkrir foringjar með okkur. Rútuferðin gekk vel og stelpurnar voru spenntar og fullar eftirvæntingar fyrir komandi viku. Sumar hafa komið oft áður á meðan aðrar eru að koma í fyrsta sinn. Þegar við komum fengum við góðar móttökur hjá þeim sem fyrir voru á staðnum og veðrið gott. Stelpurnar hafa fengið kynningu á svæðinu og þeim reglum sem gilda. Allar eru sáttar og sælar og hafa komið sér vel fyrir í herberjunum sínum. Þær ætla að leggja áherslu á að vera góðar hver við aðra og njóta alls þess sem í boði verður. Dagskráin framundan er spennandi enda um ævintýraflokk að ræða.
Kveðja, Jóhanna Sólrún Norðfjörð