Í dag vöknuðu stelpurnar eldhressar og heldur betur til í daginn. Stelpurnar fengu aftur að sofa til 10:00 og morgunmatur var á boðstólum til kl. 11:00.

Um klukkan 11:00 hringdi bjallan og allar stelpurnar fóru út í íþróttahús þar sem að þeim var tilkynnt að dagurinn í dag kallaðist Color War, þar sem að öllum stelpunum var skipt í fjögur lið eftir litunum gulur, rauður, grænn og blár. Stelpunum og foringjunum var skipt af handahófi í þessi lið og allar fengu bol í sínum lit sem að þær máttu skreyta að vild. Yfir daginn var svo hægt að fá stig fyrir hin ýmsu verkefni og eins var hægt að safna aukastigum. Stelpurnar sátu einnig saman með sínum lit í matsalnum en ekki herbergjunum líkt og vanalega. Hér kom því tækifæri til þess að eignast enn fleiri vinkonur í hópnum og það var gaman að sjá hvað þær strax duglegar að byrja að kynnast og halda vel utan um sitt ásamt því að peppa hvor aðra áfram.

Í hádegismatinn var boðið upp á pastasalat þar sem að stelpurnar gátu ráðið samsetningu á sínu pasta. Eftir hádegismat mætti til okkar góður gestur en það var engin annar en hann Jörgen Nilsson en hann er tómstundarleiðbeinandi og hefur verið að stýra skólabúðum á Laugum í mörg ár sem seinna meir flutti á Laugarvatn en er nú komið í Vindáshlíð. Hann stýrði æsispennandi þrautum og hópefli á milli liðana í góða veðrinu hér í Hlíðinni. Stelpurnar skemmtu sér konunglega og einnig við starfsfólkið.

Þegar að útiveran var búin voru eldhússtelpurnar búnar að baka fyrir okkur pizzasnúða og súkkulaði köku og komu með til okkar út í góða veðrið þar sem að sólin skein svo fallega á okkur. Þegar að allir voru búnir að fá sér smá kaffisopa fórum við í örstuttan frjálsan tíma þar sem að seinustu brennó leikirnir fyrir úrslitakeppnina voru kepptir en eins var keppt í húshlaupi eða notið þess að hvíla sig smá. Eftir smá frjálsan tíma dinglaði bjallan  og allar stelpurnar fóru með sínu liði og liðsforingjum að undirbúa stutt atriði fyrir kvöldvökuna í kvöld en það gekk ekkert smá vel og var gaman að fylgjast með hvað liðsheildin var orðin góð í öllum liðum.

Í kvöldmatinn var boðið upp á steiktan fisk og franskar sem að rann ljúft niður hjá öllum. Loks var komið að kvöldvökunni en við byrjuðum hana úti á fótboltavelli þar sem að hvert lið sýndi sitt atriði og þetta voru sko ekkert smá flott atriði hjá öllum liðum. Þegar að allir voru búnir að sýna sín atriði fór hópurinn niður í kvöldvökusal þar sem búið var að skreyta hann hátt og lágt og það var leynigestur sem mætti á svæðið sem var engin annar en Jón Jónsson. Jón tryllti algjörlega lýðinn og var alveg meiriháttar. Hann sagði sjálfur að honum fyndist þessi hópur ekkert smá skemmtilegur og flottur og stelpurnar voru svo ánægðar með þennan flotta leynigest enda getum við allar verið sammála um að Jón var sjúklega flottur og skemmtilegur á sviðinu okkar hér í Vindáshlíð.

Þegar búið var að ná stelpunum niður eftir góða kvöldvöku fórum við í kvöldkaffi þar sem boðið var upp á smorse en það er súkkulaði kex með sykurpúða inn í sem búið er að fara inn í ofn. Loks var haldið á hugleiðingu þar sem að Karítas ræddi við stelpurnar um erfiðleika sem steðja stundum að og hvað það er gott að minna okkur á að við höfum alltaf Guð með okkur í liði í gegnum alla erfiðleika.

Þegar að stelpurnar héldu að bænakonurnar væru að koma inn í herbergi til þeirra fór brunabjallan í gang og við tókum brunaæfingu ásamt því að tilkynna þeim að dagurinn væri ekki alveg búin en við enduðum þennan flotta color war dag auðvitað á miðnætur brennó á milli liðana. Það voru bláir sem stóðu uppi sem sigurvegarar í þeirri keppni en nú fara dómararnir að reikna út öll stiginn eftir daginn en tilkynnt verður á veisludag á morgun hvaða lið sigraði color war.

Bænakonurnar enduðu svo loksins þennan geggjaða dag með sínu herbergi og hér fóru því þreyttar en glaðar stelpur að sofa í Hlíðinni í kvöld.

Ég minni enn og aftur á myndirnar sem hægt er að finna hér: Myndir

Bestu kveðjur úr Hlíðinni,
Elísa Sif forstöðukona