Helgina 20.-22. febrúar næstkomandi verður helgarnámskeið fyrir foreldra og börn þeirra um uppeldi og samskipti. Þetta er fjölskylduflokkur sem nú verður haldin í þriðja sinn undir nafninu Vellíðan í
Vindáshlíð. Í fjölskylduflokki geta pabbar, mömmur og börn dvalið heila helgi, skemmt sér saman, borðað saman án þess að þurfa að vaska upp eftir sig og fengið fræðslu um uppeldismál.
Um sérstaklega vandaða dagskrá er að ræða. Í lok námskeiðs hafa þátttakendur metið gæti þess og hefur matið verið upp á 9,4. Auk þess hefur námskeiði hlotið viðurkenningu Heimilis og skóla.
Yfirumsjón með námskeiðinu hefur Hrund Þórarinsdóttir, djákni, M.A. í uppeldis- og menntunarfræði og stundakennari við Háskóla Íslands.
Námskeiðið er byggt á rannsóknum Sigrúnar Aðalbjarnardóttur, prófessors um uppeldi og samskipti. Skráning er í fullum gangi!
Ummæli þátttakenda um vellíðan í Vindáshlíð:
„Ég mæli með „Vellíðan í Vindáshlíð“. Einstakt tækifæri fyrir fjölskylduna að vera saman, hlusta á góða fræðslu, leysa verkefni, skemmta sér og hvílast.
Öll umgjörðin til fyrirmyndar og mikið lagt upp úr því að öllum líði vel, stórum sem smáum.“
Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir.
„Takk kærlega fyrir frábæra helgi. Maður áttar sig ekki fullkomlega á því hvað við höfðum öll fjöskyldan gott og gaman af þessu fyrr en maður er komin heim aftur og lífið er bara einhvern vegin betra. Börnin vildu helst fara aftur helgina eftir og voru hálf svekkt yfir að komast ekki aftur. Takk kærlega fyrir frábært og þarft framtak.“
Lilja.