Nú eru hafnar endurbætur við Hallgrímskirkju í Vindáshlíð í tilefni af 50 ára vígsluafmæli hennar á næsta ári.

Búið er að ræsa fram umhverfis kirkjugrunninn og einnig undir grunninum þar sem það var raki og fúi í gólfi kirkjunnar. Einnig er búið að lækka jarðveg norðan við kirkjuna og fjarlægja steyptan grunn sem var fyrir framan kirkjuna.

Skipt verður um gólf í kirkjunni og sætum breytt í bólstraða bekki.