Stelpur á aldrinum 9-16 ára sem skráðar eru í Vindáshlíð í sumar geta átt von á skemmtilegu sumri í fögru umhveri. Veðurfræðingar spá hlýju sumri og því enn frekari ástæða til að gleðjast. Skráning í sumarbúðirnar eru í fullum gangi, en enn eru örfá pláss laus í 4. flokki, 7. flokki og 9.-11. flokki, svo nú fer hver að verða síðastur að tryggja sinni stelpu pláss. Starfsfólk Vindáshlíðar hlakkar til að sjá bæði gömul og ný andlit. Skráning fer fram í síma 588 8899 milli klukkan 9-17 alla virka daga!