Hópur af hressum stelpum er kominn í Vindáshlíð. Veðrið er mjög gott og lundin létt.
Fyrsta daginn var farið í ratleik svo nú þekkja allar stelpur, jafnt nýjar sem aðrar, staðarhættina. Keppt var í að halda húlahring á lofti og brennókeppnin mikla er byrjuð. Á kvöldvökunni var mikið sungið, þrjú herbergi voru með atriði og mikil stemning var í salnum.
Stelpurnar fengu hakk og spaghetti í hádegismat, sjónvarpskaka og kanillengjur, í kvöldmat var sveppasúpa og smurt brauð með eggjum og tómat og í kvöldkaffi voru ávextir.
Um kvöldið fengu þær að fræðast um séra Friðrik Friðriksson sem stofnaði KFUM&KFUK fyrir 110 árum síðan, hann orti einnig textann Hlíðin með grænum hjöllum.
Það eru spennandi dagar framundan og virðist veðrið ætla að leika við okkur.