Stelpurnar fóru í göngu niður í réttir á öðrum degi (
myndir hér). Þar var fullt af hestum svo þær þurftu að fara í leiki við hliðina á réttunum við Laxá. Margir duglegir göngugarpar en einnig margar sem voru þreyttar eftir þessa göngu. Keppt var í limbói og stóðu 7 stelpur uppi sem sigurvegarar svo útsláttakeppni verður daginn eftir. Á kvöldvöku voru Grenihlíð og Barmahlíð að undirbúa og voru með leikritið Bænakonan og Fæðingardeildin. Góð stemning var í salnum og einnig farið í leiki að sækja hlut og mikið sungið. Stelpurnar taka vel undir og eru komnar með textann við Hlíðin með grænum hjöllum á hreint.
Veðrið hefur verið hið undarlegasta, ringt og sólin skinið á víxl en það hefur verið frekar stillt í vindinn. Vonir okkar beinast einna helst að því að gott veður verði á 17. júní.
Í morgunmat fengu þær morgunkorn, í hádegismat voru naggar, hrísgrjón og salat, í kaffitímanum voru bollur og sjónvarpskaka, í kvöldmatnum var stafasúpa og heitt brauð með osti og skinku og í kvöldkaffinu voru ávextir.
Um morguninn fræddust stelpurnar um hvernig Biblían getur lýst okkur leiðina í lífinu og á hugleiðingu lærðu þær um þakklæti.
2. flokkur Vindáshlíðar fer vel af stað og hress og viljugur hópur kominn til okkar. Við erum byrjaðar að skipuleggja 17. júní, þá verður skrúðganga og fjallkonan kemur í heimsókn og svo verða fjölbreyttar stöðvar þar sem er m.a. hægt að fá andlitsmálningu.
Ég vil vekja athygli á að þeir foreldrar sem vilja forvitnast um dætur sínar geta hringt á símatími sem milli klukkan 11.30 og 12.00, það er sá tími sem forstöðukona er við símann.