Mjög hvasst var á 5. degi. Farið var í gönguferð upp með læknum og nýttu margar tækifærið og vöðuðu í stígvélunum sínum. Farið var alla leið upp að Sandfelli þar sem er sandsteinn og krotuðu þær í steininn. Íþróttakeppnirnar héldu áfram og nú eru bara tvö lið eftir í brennókeppninni: Furuhlíð og Birkihlíð. Þau munu keppa um titilinn fyrir hádegi á veisludegi og keppa við foringja strax að því loknu.
Á kvöldvöku sáu Lækjarhlíð og Hamrahlíð um skemmtidagskrána. Lækjarhlíð sýndu leikritið flugfreyjan og var með klósettleik. Hamrahlíð sýndu Frænkuna í heimsókn og höfðu leik með rauðhettuleikriti. Það var góð stemning og mikið sungið.
Í morgunmat var morgunkorn, í hádeginu var kjötfars, kartöflumús og gúrkur, í kaffitímanum voru bollur og sjónvarpskaka, í kvöldmatinn var jógúrt og smurt brauð og í kvöldkaffinu var kex og ávextir.
Um morguninn fengu stelpurnar í heimsókn í klappljósið fimm persónur úr biblíunni (m.a. Abraham og Davíð) og þáttarstjórnandi tók viðtal við þær. Á hugleiðingunni heyrðu þær um hvernig þær væru dýrmætar því Guð hefði skapað þær, og hann gerir ekki mistök.
17. júní ætlar að verða frábær, þá er líka veisludagur svo það verður mikil og þétt dagskrá. Fjallkonan mun koma í heimsókn og þær fá að spreyta sig í ýmsum leikjum á mismunandi stöðvum.
Hópurinn kemur heim á fimmtudaginn um 12, svo það er gott ef foreldrar eru mættir 15 mínútum fyrr.