Í Vindáshlíð var bolludagur. Stelpurnar bolluðu hvora aðra og fengu kjötbollur í hádegismat, brauðbollur í kaffitímanum og kærleikskúlur í kvöldkaffinu. Farið var í göngu niður fyrir hlið og helmingurinn af hópnum var svo duglegur að fara alla leið upp á Írafell, hinn helmingurinn fór í leiki við réttirnar.
Keppt var í kraftakeppni þar sem keppendur áttu að halda uppi tveimur lítrum af vatni eins lengi og þær gátu. Mörg lið duttu úr brennókeppninni og nú eru bara 3 lið eftir, spennan eykst!
Eftir kvöldmat var göngugata og vinadekur þar sem hvert og eitt herbergi hafði opið hús og bauð upp á eitthvað, t.d. nudd, handsnyrtingu eða hárgreiðslu. Á kvöldvökunni var Mama Mia singalong með poppi.
Á biblíulestri lærðu stlepurnar um krossdauða Jesú, hvernig aðdragandinn var og hverjir áttu í hlut. Á hugleiðingunni um kvöldið fræddust þær um upprisuna og hvaða þýðingu hún hefur fyrir okkur.
Ég vil minna foreldra á að stelpurnar koma í bæinn á fimmtudaginn klukkan 12:00.