Fimmti dagur var öskudagur hér í Vindáshlíð. Allir voru í búning og stelpurnar máttu festa límmiða á bakið á hver annarri. Veðrið var fremur þungbúið og rigndi af og til. Því var upplagt að fara í ævintýraland með stelpurnar. Hver hópur fékk leiðstögumann og var heilsað upp á ýmsar sögupersónur til dæmis Þyrnirósu, úlfinn í Rauðhettu og nornina í Hans og Grétu. Þetta var vel heppnuð ferð. Eftir kaffið var göngugatan opnuð aftur við mikinn fögnuð stelpnanna. Undanúrslitaleikurinn fór fram í brennókeppninni og kraftakeppni lauk. Á kvöldvökunni var mikið sungið en aðalskemmtunin var Vindáshlíð, gott talent. Þar komu þær stelpur fram með atriði sem voru fjölbreytt, vönduð og skemmtileg. Eftir stund með bænakonunni var slegið upp óvenjulegu náttfataballi með jólastemmningu. Stúfur og Grýla mættu í fullum skrúða og stelpurnar skemmtu sér hið besta. Aðaláherslan í bíblíulestrinum var að við erum dýrmæt sköpun Guðs og getum óhikað treyst honum fyrir öllu okkar lífi. Nokkrar persónur eins og Davíð komu í heimsókn í Klappljósþáttinn. Ég vil minna foreldra á að stelpurnar koma heim á morgun (fimmtudag 25. júní) kl. 12:00 á Holtaveg.