Flottur hópur af hressum stelpum er nú saman kominn í Vindáshlíð. Farið var frá Holtavegi um klukkan 10 og renndum við í hlað í sólskini og notarlegum hita. Skipt var í herbergi og fóru svo herbergisfélagar saman í kynnisferð um svæðið. Eftir hádegi var ratleikur til að hrista hópana saman og brennókeppnin hófst eftir kaffið. Heimabakaðar pítur slógu hressilega í gegn í kvöldmatnum svo allar fóru mettar á kvöldvöku þar sem þrjú herbergi voru með leikrit og stýrðu leikjum. Eftir kvöldvöku æfðum við keðjusönginn "ég er með yður alla daga" og lá við að tár rynnu því söngurinn var svo fallegur. Nokkrar stúlkur bustuðu tennur í læknum en fóru vel eftir leiðbeiningum um "sokkar á tásur og langermapeysur".
Vel gekk að koma á ró í öllum herbergjum enda margar stúlkur þreyttar eftir mikla og fjöruga útiveru í frábæru veðri.
Kveðja,
Auður Páls
Myndir frá deginu í dag má sjá
hér