Það voru 64 glaðar stelpur sem komu upp í Vindáshlíð í björtu og mildu veðri föstudaginn 17. júlí. Eftir að hafa komið sér fyrir í herbergjunum og borðað hádegismat var farið í ratleik um húsið og nánasta umhverfi. Hvert herbergi keppti sem lið og þurfti að vinna saman. Allflestar stelpurnar hlupu síðan húshlaupið og brennókeppnin hófst. Eftir kvöldmat var farið í leiki í íþróttahúsinu. Á kvöldhugleiðingunni fengu stelpurnar að heyra um sr. Friðrik Friðriksson stofnanda KFUM og K. Nokkuð vel gekk að sofna þetta fyrsta kvöld í Hlíðinni og ró var komin laust eftir miðnætti.