Eftir morgunverð og fánahyllingu í blankalogni og mildu veðri unnu stelpurnar í hópum. Þannig undirbjuggu þær messuna í Hallgrímskirkjunni hér í Vindáshlíð. Sumar máluðu og bjuggu til skreytingar til að hafa í kirkjugluggunum, aðrar sömdu bænir, gerðu kærleikskúlur til að hafa í kaffitímanum. Einnig var leikhópur, að ógleymdum sönghóp. Eftir hádegismat, fiskibollur og salat var frjáls stund. Messan tókst síðan mjög vel og allir hópar nutu sín. Eftir kaffi var keppt í brennó og stelpurnar voru mikið úti við. Kvöldvakan var hressileg og alltaf er vinsælt að fara út að læk rétt fyrir svefninn.