Það voru 23 hressar stelpur sem komu upp í Vindáshlíð um hádegisbilið í gær. Þær komu sér fyrir og kynntust bænakonunni sinni, herbergisfélögunum og nánasta umhverfi. Eftir að hafa borðað ljúffengan hádegisverð var farið í göngu upp með læknum þar sem stelpurnar fengu að vaða og skemmtu þær sér konunglega, vel klæddar í rigningunni. Keppt var í kraftakeppni og limbó eftir kaffi og brennókeppnin fór af stað. Í kvöldmat var gradineruð ísa sem stelpurnar hámuðu í sig með bestu lyst. Á kvöldvöku sýndu svo tvö herbergi atriði við mikla kátínu áhorfenda. Stelpurnar voru svo komnar í ró um kl. 23:00.
Hér eru
myndir dagsins