Það voru tæplega 80 hressar og kátar stelpur sem fóru upp í Vindáshlíð í glampandi sólskini í gær. Eftir að hafa komið sér fyrir í herbergjunum og borðað hádegismat var farið í ratleik um húsið og nánasta umhverfi. Hvert herbergi vann saman að því að leysa ýmsar þrautir. Í kaffinu var boðið upp á góðgæti sem var borið fram úti í góða veðrinu. Eftir kaffi hófst brennókeppnin og íþróttaforingi var með húshlaup sem langflestar stelpurnar tóku þátt í.
Í kvöldmatinn var plokkfiskur með grænmeti. Eftir kvöldmat var kvöldvaka, þar sem þrjú herbergi voru með leikrit og stýrðu leikjum. Nokkrar stelpur fóru út í læk til að bursta tennur en fóru þó vel klæddar þar sem aðeins var farið að kólna í veðri.
Nokkuð vel gekk að sofna þetta fyrsta kvöld í Vindáshlíð og ró var komin rétt eftir miðnætti.
hér er hægt að skoða
myndir