Fyrsti AD KFUK fundur vetrarins verður haldin í Vindáshlíð, þriðjudagskvöldið 6. október 2009. Rúta leggur af stað frá Holtvegi 28, Reykjavík stundvíslega kl. 18.00. Verð aðeins krónur 4000 fyrir rútu, fæði og dagskrá. Bókanir í síma 588 8899.
Dagskrá eftir kvöldverð er eftirfarandi:
1) Upphafsorð og bæn: Guðný Valgeirsdóttir
2) Erindi: Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona fjallar um Ólafíu Jóhannsdóttur (1863-1924) úr Mosfellsdal en hún var meðal annar þjóðkunn fyrir störf sín í Noregi.
3) Hugleiðing: Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir.
Stjórn kvöldvöku: Berglind Sigurvinsdóttir
Undirspil: Rósa Jóhannesdóttir, fiðluleikari, Helga Rut Guðmundsdóttir og Rúna Þráinsdóttir.