Í gær var ævintýraþema í Vindáshlíð. Foringjar útbjuggu ævintýrahús þar sem hvert herbergi var leitt í gegnum ævintýraheim með bundið fyrir augun. Á stöðvum fengu þær svo að hitta meðal annars úlfinn, Kobba krók og prinsessuna. Stúlkurnar hafa haft mikið fyrir stafni, auk þess sem þeim gefst inn á milli tækifæri á að hnýta vinabönd. Hin raunverulegu vinabönd fá einnig tækifæri á að styrkjast í gegnum leik og starf.
Séra Adda Steina hélt fyrir okkur guðsþjónustu þar sem stelpurnar tóku virkan þátt. Kunnum við hlíðarmeyjar henni bestu þakkir.
Um kvöldið var svo lífsgangan þar sem stúlkurnar gengu í gegnum skóginn með bundið fyrir augun og fylgdu bandi sem strekkt hafði verið frá íþróttahúsi og að kirkjunni. Þegar að kirkjunni var komið fengu stúlkurnar kerti til að kveikja á til að minna sig á að Jesús sé ljós heimsins og blessun.