Nú styttist óðum í mæðgnaflokk í Vindáshlíð. Hann verður haldinn dagana 2.-4. október. Nú þegar eru 80 mæðgur skráðar til leiks. Hægt er að bæta við tveimur til þremur í viðbót ef einhver hefur gleymt að skrá sig. Fyrstur kemur fyrstur fær! Farið verður á einkabílum í Vindáshlíð, en ef einhver er í stökustu vandræðum reynum við að útvega far. Þeir sem eru með laust sæti í bíl endilega látið Þjónustumiðstöð vita. Dagskrá mæðgnaflokksins er mjög spennandi í ár:
Föstudagur 2. október
18.30 mæting
19:00 Kvöldmatur
20:00 Kvöldvaka: Leikir og létt gaman. Umsjón Bára Sigurjónsdóttir.
21.30 Kaffi fyrir yngri kynslóðina
23:00 Kaffi og kósýkvöld í setustofu fyrir mömmur.

Laugardagur 3. október
9:00 Vakið
9:30 Morgunmatur
10:15 Stund fyrir mömmur. Sr. Hildur Sigurðardóttir.
10:15
Stund fyrir stelpur. Berglind Sigurvinsdóttir.
11:30 Brennókeppni milli herbergja:
12:00 Hádegismatur:
13:00 Skemmtilegt föndur. Erla Hrönn frá leikskóla KFUM og KFUK. 13.00 Frjáls leikur í íþróttahúsi. 15:30 Kaffi
16:00 Undirbúningur fyrir kvöldvöku + Brennó
19:00 Veislukvöldmatur
20:30 Kvöldvaka í umsjá herbergja/mæðgna.
21:30 Kvöldkaffi fyrir yngri kynslóðina
22:00 Hugleiðing. Guðlaug Jökulsdóttir.
22:30 Ró
23:00 Kaffi og kósýkvöld fyrir eldri kynslóðina

Sunnudagur 4. október.
9:00 Vakið
9:30 Morgunmatur
11:00 Guðsþjónusta. Sr. Hildur Sigurðardóttir.
12:30 Hádegismatur:
14:00 Heimferð

Stjórnandi: Bára Sigurjónsdóttir.