Mæðgnaflokkur var haldin í Vindáshlíð síðastliðna helgi. Um 80 mæðgur mættu gallvaskar á föstudagskvöld og áttu saman skemmtilega helgi. Farið var í leiki, brennó, föndrað og ýmislegt skemmtilegt. Sólrún Ásta súperráðskona Vindáshlíðar bar fram dýrindis rétti og Sr. Hildur Sigurðardóttir frá Skinnastað sá um biblíulestur og guðsþjónustu. Meðfylgjandi er mynd af "Barmahlíð" brennómeisturum í mæðgnaflokki. Þær eru eftirfarandi: Gréta, Hildur, Gulla, Kristín Sara, Ragnheiður, Mirra og Gríma